Fræðasamskipti, kennitölur fyrir fræðimenn og opið aðgengi

Posted by & filed under Uncategorized.

Eftir farsælan starfsferil framan af sem “gagnagaur” (e. data dude) hef ég síðustu ár verið að færast æ lengra í burtu frá upphafi mínu í lífupplýsingafræðigeiranum. Rannsóknarnámið og -vinnan í Leicester 2006 til 2011 tengt  meðhöndlun, birtingu og aðgengi að lífgögnum (þ.e. frekar en greiningu á gögnum til að svara ákveðnum vísindalegum spurningum) er einn þáttur í þessu (sjá t.d. skrif mín hér og hér).

Síðustu tvö til þrjú ár hef ég síðan unnið nær alfarið að talsvert almennari hlutum sem má gróflega flokka undir fræðasamskipti (e. scholarly communication), m.ö.o. allt mögulegt tengt því að deila og dreifa niðurstöðum rannsóknarvinnu fræðimanna innan  fræðisamfélagsins og víðar (sjá grein í Wikipedia).

ORCID – kennitölur fyrir fræðimenn

Aðkoma mín að ýmsum verkefnum tengdum ORCID samtökunum eru einn angi af þessu (sjá t.d. hér og hér). Það er margt skemmtilegt í gangi á þeim vettvangi akkúrat núna, enda hleypti ORCID af stokkunum fyrstu útgáfu af miðlægu auðkenningarkerfi fyrir fræðimenn í október s.k.. Eins og margir aðrir hef ég verið viðloðandi ORCID um nokkurt skeið og hóf nýverið störf hjá þeim að vissum verkefnum sem ég skal reyna að blogga um á næstunni.

Vefur fyrir rannsóknarstofnun

Annar angi er svo verkefnavinna sem ég tók að mér fyrr á árinu hjá Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands (LUVS) í hlutastarfi. Starfið felst í því að koma vef stofnunarinnar á koppinn (sem er komið, vefurinn fór í loftið í sumar á http://luvs.hi.is) og svo sjá um hann, og annað í þeim dúr. Ég mun vinna hjá LUV í 25% starfshlutfalli út þetta ár, og svo sjáum við til hvað gerist eftir áramót.

Opinn aðgangur að fræðiefni

Síðast en ekki síst vil ég nefna grasrótarstarf í tengslum við opinn aðgang (OA, e. open access) á Íslandi. Þar hef ég tekið þátt í ýmsum verkefnum eins og undirbúningi Reykjavik Digital Freedoms ráðstefnunnar og hef m.a. umsjón með upplýsingavefnum http://opinnadgangur.is sem við settum í loftið í haust. Hér er mikið sóknarfæri og mikilvægt starf sem þarf að vinna, því Ísland er frekar aftarlega á merinni m.v. mörg nágrannalönd okkar hvað framgang OA varðar. 

 

Það er því nóg að gera og fullt af skemmtilegum verkefnum til að takast á við, hér heima sem og erlendis. Ég kvíði alls ekki að verða aðgerðarlaus neitt á næstunni!

ORCID hleypir auðkennisþjónustu fyrir fræðimenn af stokkunum

Posted by & filed under Uncategorized.

Ef einhver skyldi hafa misst af þessum fréttum á Twitter:  Open Researcher & Contributor ID samtökin fóru í gær af stað með auðkennisþjónustuna sem margir hafa beðið eftir í ofvæni.

Líkt og fleiri hundruð (þúsund) aðrir þá hef ég þegar skráð mig í þjónustuna og er þar með kominn með mína eigin einkvænu “fræðimannskennitölu” sem lítur svona út, sem vefslóð sem hægt er að smella á:

http://orcid.org/0000-0001-5635-1860

Eftir hverju eruð þið að bíða! Fáið ykkur sjálf kennitölu hér: http://orcid.org/register

Það er gríðarmikið skref fyrir ORCID samtökin að koma kerfinu loksins í gang, eftir langt og strangt ferli sem ég hef verið viðloðandi í nokkur tíma (ATH bloggfærsla á leiðinni með meira um þetta).

Það er vissulega margt fleira sem á eftir að gera, laga galla og bæta við virkni, og sérstaklega að finna út því hvernig er best að höndla hinn mikla fjölda smærri aðila og rannsóknaverkefna ýmiskonar sem vilja tengja sín tölvukerfi við ORCID, en hafa ekki efni á að gerast meðlimir m.v. núverandi verðskrá sem er alls ekki ásættanleg. En, samt, risaskref sem var löngu orðið tímabært að taka.

Read more »

Í nýjum félagsskap – á RDFC2012 ráðstefnu um OA og stafrænt frelsi

Posted by & filed under Uncategorized.

Hér er stutt uppfærsla um viðburð sem ég er á þessa stundina.

Dagurinn minn í dag er undirlagður undir RDFC2012 ráðstefnuna um opinn aðgang og stafræn réttindi sem ég hef hjálpað aðeins til með að skipuleggja upp á síðkastið.

Þema morgunsins var opinn aðgangur að vísindaefni, þar sem aðalfyrirlesarinn var Alma Swan frá SPARC Europe með yfirlit yfir framgang OA í Evrópu. Ég var næstur upp í pontu, því ég hafði verið beðinn um að tala um aðgengi að rannsóknargögnum. Glærurnar mínar eru hér á Slideshare. Sólveig Þorsteinsdóttir frá Bókasafni Landsspítalans og Hallgrímur Jónasson frá Rannís komu eftir kaffi með áhugaverða fyrirlestra. Býsna góð samsetning fannst mér, og frábært að fá þarna tækifæri til að koma nokkrum lykilpunktum á framfæri.

Seinniparturinn var svo nokkuð annars eðlis. Fyrst fengum við nokkur 5mín örfyrirlestra um alls kyns efni, frá Creative Commons á Íslandi. Glyn Moody kom svo með frábæran fyrirlestur um höfundarrétt og lífið fyrir/eftir SOPA, og svo aðrir spámenn með tengdum frelsi á Netinu, höfundarréttarmálum og fleira. Þar á meðal Birkir Gunnarsson sem er núna að tala um rafbækur og aðgengi fyrir sjónfatlaða og aðra sem eiga erfitt með að lesa hefðbundinn texta (sjá http://readingrights.org).

Býsna skemmtileg blanda af þessum tveimur þemum sem passa býsna vel saman, og gaman að vera ekki í þessu venjulega félagsskap vísindamanna. Hlakka til næsta umgangs, líklega eftir 2 ár.

PS Tryggvi & Co. í FSFÍ ætla að setja allar glærur á vefsíðu ráðstefnunnar, mínar eru nú þegar komnar á Slideshare að venju.

Finally got around to tweak my website a bit

Posted by & filed under Uncategorized.

Loksins. Ég hef verið að spá í þessu í lengri tíma: að þýða eins mikið af efninu á vefnum mínum yfir á Íslensku og ég mögulega get. Og nú hef ég gert eitthvað í þessu.

Ég  skrifaði pistil um þetta fyrir nokkrum mánuðum, og síðan þá hef ég sett upp hið gríðargóða qTranslate viðbót á vefinn minn. Ekki fullkomin lausn, en virkar ágætlega og virtist vera besta ókeypis tólið fyrir WordPress sem ekki var of flókið.

Sumsagt, nú eru tveir fánar ofarlega á síðunni til að skipta á milli íslensku og ensku fyrir bloggfærslur, og líka fyrir annað efni á síðunum, þ.á.m. litlu boxin í hliðarstikunni hægra megin á aðalsíðunni og líka Ritaskráin:

Íslenska:  http://gthorisson.name/is/publications/

Enska: http://gthorisson.name/publications/

Ég bætti líka við tenglum á höfunda “prófíla” þjónusturnar sem skipta mig máli:

Mendeley gudmundur-thorisson
Google Scholar yfQ_-aUAAAAJ
Microsoft Academic Search 29102892

Má taka fram líka að ef allt gengur skv. áætlun með ORCID þróunarvinnuna and sú þjónusta fer af stað í sumar, þá vonast ég til að geta bætt við fjórða lógo-inu & höfundarauðkenni við þennan lista.

Paper just out, on ORCID and collective action

Posted by & filed under Uncategorized.

Þessi grein kom út fyrr í mánuðinum. Hún var aðallega skrifuð af eðalmenninu Martin Fenner sem leiðir eins konar “útrásarhóp” (e. Outreach Working Group) innan ORCID sem ég er líka meðlimur í, en ég og önnur OWG manneskja lögðum hönd á bagga við skrifin. Þetta er  stuttur og býsna auðlæsilegur pistill, og birtur í opnum aðgangi líka, svo endilega smellið á tengilinn með stutta DOI auðkenninu fyrir neðan til að komast í greinina og byrja að lesa!:

Fenner, M., Gómez, C.G. & Thorisson, G.A. Key Issue Collective Action for the Open Researcher & Contributor ID (ORCID)Serials: The Journal for the Serials Community 24, 277-279 (2011). http://doi.org/bc8cfv

[..] The success of ORCID depends on a critical num-ber of enabling services and users. It is the perfect example for a collective action problem, described in detail by economist Mancur Olson in 19653: without selective incentives for participation, collective action is unlikely to occur even with large groups of people with common interests. What this means for the forthcoming launch of the ORCID service is that ORCID has to focus on incentives for individual groups of stakeholders, and that the adoption will happen in stages, adding value for a particular group at each stage.[..]

Fyrir þá sem vilja endilega lesa sér meira til um þetta mikilvæga átak þá get ég mælt með annarra grein eftir Martin sem var birt fyrir skömmu:

Fenner, M. ORCID: Unique Identifiers for Authors And Contributors. Information Standards Quarterly 23 (2011). http://doi.org/gx4

In this article I want to describe some of the important decisions that were made in order to ensure widespread adoption, and therefore success, of the ORCID service.

 

Which language? Or both

Posted by & filed under Uncategorized.

Woo-hoo: after some digging around I figured out a reasonable way to translate content in WordPress. This my first translated post.

Fáum þá nokkuð óspennandi færslu sem fjallar um hvort ég eigi að blogga á ensku (hið alþjóðlega tungumál vísindanna), eða á móðurmálinu íslensku. Eða báðum?

Það má færa að því rökum að það sé nú skylda mín (og spurning um þjóðarstolt) að skrifa á íslensku, sérstaklega þar sem ég er um þessar mundir að flytja starfsemi mína frá Bretlandi heim til Íslands. Ég ætti nú eiginlega að taka kollega mína til fyrirmyndir, til dæmis erfðafræðinginn Arnar Pálsson sem er tiltölulega nýfluttur aftur heim frá útlöndum og bloggar um ýmis vísindamál og atburði innanlands. Fyrir utan samskiptahliðina (þ.e. koma einhverju á framfæri við lesendur) þá myndu regluleg íslenskuskrif vafalaust hjálpa mér að bæta vísindaorðaforðann og (endur) læra að skrifa eftir nokkur ár erlendis.

Á hinn bóginn er svo fjandi erfitt að skrifa á íslensku! Að auki myndi efni birt á íslensku um leið útiloka (hugsanlega) stóran alþjóðlegan lesendahóp, þar á meðal hið góða fólk sem ég á samstarf við við  Háskólann í Leicester, í ORCID og annarsstaðar.  Ætli það séu mjög margir sem starfa í vísindageiranum eru íslenskumælandi?

Hvað ætti maður að gera? Niðurstaða mín er sú að, í bili að minnsta kosti, skrifa á ensku, og reyna að láta fylgja með íslenska þýðingu endrum og eins ef efnið á sérstaklega erindi við Íslendinga. Það er einfaldlega of mikil vinna að þýða allt.

Næsta verkefni er því að komast að því hvernig maður setur upp tæki til þýðingar í WordPress kerfinu sem ég nota fyrir þennan vef. BÚIÐ!