Which language? Or both

Posted by & filed under Uncategorized.

Woo-hoo: after some digging around I figured out a reasonable way to translate content in WordPress. This my first translated post.

Fáum þá nokkuð óspennandi færslu sem fjallar um hvort ég eigi að blogga á ensku (hið alþjóðlega tungumál vísindanna), eða á móðurmálinu íslensku. Eða báðum?

Það má færa að því rökum að það sé nú skylda mín (og spurning um þjóðarstolt) að skrifa á íslensku, sérstaklega þar sem ég er um þessar mundir að flytja starfsemi mína frá Bretlandi heim til Íslands. Ég ætti nú eiginlega að taka kollega mína til fyrirmyndir, til dæmis erfðafræðinginn Arnar Pálsson sem er tiltölulega nýfluttur aftur heim frá útlöndum og bloggar um ýmis vísindamál og atburði innanlands. Fyrir utan samskiptahliðina (þ.e. koma einhverju á framfæri við lesendur) þá myndu regluleg íslenskuskrif vafalaust hjálpa mér að bæta vísindaorðaforðann og (endur) læra að skrifa eftir nokkur ár erlendis.

Á hinn bóginn er svo fjandi erfitt að skrifa á íslensku! Að auki myndi efni birt á íslensku um leið útiloka (hugsanlega) stóran alþjóðlegan lesendahóp, þar á meðal hið góða fólk sem ég á samstarf við við  Háskólann í Leicester, í ORCID og annarsstaðar.  Ætli það séu mjög margir sem starfa í vísindageiranum eru íslenskumælandi?

Hvað ætti maður að gera? Niðurstaða mín er sú að, í bili að minnsta kosti, skrifa á ensku, og reyna að láta fylgja með íslenska þýðingu endrum og eins ef efnið á sérstaklega erindi við Íslendinga. Það er einfaldlega of mikil vinna að þýða allt.

Næsta verkefni er því að komast að því hvernig maður setur upp tæki til þýðingar í WordPress kerfinu sem ég nota fyrir þennan vef. BÚIÐ!

 

Comments are closed.