Finally got around to tweak my website a bit

Posted by & filed under Uncategorized.

Loksins. Ég hef verið að spá í þessu í lengri tíma: að þýða eins mikið af efninu á vefnum mínum yfir á Íslensku og ég mögulega get. Og nú hef ég gert eitthvað í þessu.

Ég  skrifaði pistil um þetta fyrir nokkrum mánuðum, og síðan þá hef ég sett upp hið gríðargóða qTranslate viðbót á vefinn minn. Ekki fullkomin lausn, en virkar ágætlega og virtist vera besta ókeypis tólið fyrir WordPress sem ekki var of flókið.

Sumsagt, nú eru tveir fánar ofarlega á síðunni til að skipta á milli íslensku og ensku fyrir bloggfærslur, og líka fyrir annað efni á síðunum, þ.á.m. litlu boxin í hliðarstikunni hægra megin á aðalsíðunni og líka Ritaskráin:

Íslenska:  http://gthorisson.name/is/publications/

Enska: http://gthorisson.name/publications/

Ég bætti líka við tenglum á höfunda “prófíla” þjónusturnar sem skipta mig máli:

Mendeley gudmundur-thorisson
Google Scholar yfQ_-aUAAAAJ
Microsoft Academic Search 29102892

Má taka fram líka að ef allt gengur skv. áætlun með ORCID þróunarvinnuna and sú þjónusta fer af stað í sumar, þá vonast ég til að geta bætt við fjórða lógo-inu & höfundarauðkenni við þennan lista.

Comments are closed.