Í nýjum félagsskap – á RDFC2012 ráðstefnu um OA og stafrænt frelsi

Posted by & filed under Uncategorized.

Hér er stutt uppfærsla um viðburð sem ég er á þessa stundina.

Dagurinn minn í dag er undirlagður undir RDFC2012 ráðstefnuna um opinn aðgang og stafræn réttindi sem ég hef hjálpað aðeins til með að skipuleggja upp á síðkastið.

Þema morgunsins var opinn aðgangur að vísindaefni, þar sem aðalfyrirlesarinn var Alma Swan frá SPARC Europe með yfirlit yfir framgang OA í Evrópu. Ég var næstur upp í pontu, því ég hafði verið beðinn um að tala um aðgengi að rannsóknargögnum. Glærurnar mínar eru hér á Slideshare. Sólveig Þorsteinsdóttir frá Bókasafni Landsspítalans og Hallgrímur Jónasson frá Rannís komu eftir kaffi með áhugaverða fyrirlestra. Býsna góð samsetning fannst mér, og frábært að fá þarna tækifæri til að koma nokkrum lykilpunktum á framfæri.

Seinniparturinn var svo nokkuð annars eðlis. Fyrst fengum við nokkur 5mín örfyrirlestra um alls kyns efni, frá Creative Commons á Íslandi. Glyn Moody kom svo með frábæran fyrirlestur um höfundarrétt og lífið fyrir/eftir SOPA, og svo aðrir spámenn með tengdum frelsi á Netinu, höfundarréttarmálum og fleira. Þar á meðal Birkir Gunnarsson sem er núna að tala um rafbækur og aðgengi fyrir sjónfatlaða og aðra sem eiga erfitt með að lesa hefðbundinn texta (sjá http://readingrights.org).

Býsna skemmtileg blanda af þessum tveimur þemum sem passa býsna vel saman, og gaman að vera ekki í þessu venjulega félagsskap vísindamanna. Hlakka til næsta umgangs, líklega eftir 2 ár.

PS Tryggvi & Co. í FSFÍ ætla að setja allar glærur á vefsíðu ráðstefnunnar, mínar eru nú þegar komnar á Slideshare að venju.

Comments are closed.