ORCID hleypir auðkennisþjónustu fyrir fræðimenn af stokkunum

Posted by & filed under Uncategorized.

Ef einhver skyldi hafa misst af þessum fréttum á Twitter:  Open Researcher & Contributor ID samtökin fóru í gær af stað með auðkennisþjónustuna sem margir hafa beðið eftir í ofvæni.

Líkt og fleiri hundruð (þúsund) aðrir þá hef ég þegar skráð mig í þjónustuna og er þar með kominn með mína eigin einkvænu “fræðimannskennitölu” sem lítur svona út, sem vefslóð sem hægt er að smella á:

http://orcid.org/0000-0001-5635-1860

Eftir hverju eruð þið að bíða! Fáið ykkur sjálf kennitölu hér: http://orcid.org/register

Það er gríðarmikið skref fyrir ORCID samtökin að koma kerfinu loksins í gang, eftir langt og strangt ferli sem ég hef verið viðloðandi í nokkur tíma (ATH bloggfærsla á leiðinni með meira um þetta).

Það er vissulega margt fleira sem á eftir að gera, laga galla og bæta við virkni, og sérstaklega að finna út því hvernig er best að höndla hinn mikla fjölda smærri aðila og rannsóknaverkefna ýmiskonar sem vilja tengja sín tölvukerfi við ORCID, en hafa ekki efni á að gerast meðlimir m.v. núverandi verðskrá sem er alls ekki ásættanleg. En, samt, risaskref sem var löngu orðið tímabært að taka.

Comments are closed.